Teiknistofan er rekin af Ómari Péturssyni byggingafræðingi (construkting architekt) og verið starfrækt frá árinu 2006.
Helstu verkefni eru hönnun íbúðar- & frístundahúsa. Annars hafa verkefnin verið fjölþætt, td. hönnun fyrir fyrirtæki og stofnanir, hönnun hesthúsa og reiðhalla ásamt gerð skipulagstillagna. Einnig hefur hluti verksviðsins verið gerð kostnaðaráætlana og útboðsgagna ásamt útreiknings tilboða fyrir verktaka.
Árið 2007 tók teiknistofan þátt í samkeppni um hönnun Stjórnsýsluhúss Hvalfjarðarsveitar, – og var hönnun Nýhönnunar valin til verksins.